Erlent

Rændu farsíma af grunuðum

Samúel Karl Ólason skrifar
Það hefur reynst yfirvöldum erfitt að brjótast inn í síma glæpamanna.
Það hefur reynst yfirvöldum erfitt að brjótast inn í síma glæpamanna. Vísir/Getty
Lögreglan í Bretlandi hefur tekið upp nýja aðferð til að komast hjá því að meintir glæpamenn læsi símum sínum áður en þeir eru handteknir. Símunum er einfaldlega stolið áður en til handtökunnar kemur. Stuldurinn ku þó vera löglegur.

Scotland Yard braut nýverið upp glæpagengi sem var að svíkja fé út úr kreditkortafyrirtækjum. Lögregluþjónar vissu af mikilvægum gögnum á síma eins manns úr genginu og ákváðu að stela honum. Leynilögreglumenn eltu Gabriel Yew og þegar hann tók upp síma sinn til að tala í honum hrifsuðu lögregluþjónarnir símann af honum þegar hann var ólæstur.

Aðrir lögregluþjónar handtóku Yew á meðan „þjófurinn“ passaði að síminn læstist ekki sjálfkrafa og hlóð niður öllum gögnum úr honum. Í ljós kom að Yew framleiddi fölsuð kreditkort sem voru notuð víða um Evrópu.

Það hefur reynst yfirvöldum erfitt að brjótast inn í síma glæpamanna. Lagabarátta Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Apple naut mikillar athygli í fyrra þar sem FBI heimtaði að Apple myndi opna síma hjóna sem frömdu fjöldamorð í San Bernardino.

The Verge bendir á að í Manhattan í New York eru rúmlega 400 snjallsímar í vörslu lögreglu, sem ekki hefur verið hægt að aflæsa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×