Innlent

Rændi ellefu pokum af kjúklingabringum

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan stöðvaði tugi bíla vegna ATP hátíðarinnar í nótt þar sem um var að ræða eftirlit með ölvunarakstri og ökuréttindum. Hver einasti ökumaður var með allt sitt á hreinu.
Lögreglan stöðvaði tugi bíla vegna ATP hátíðarinnar í nótt þar sem um var að ræða eftirlit með ölvunarakstri og ökuréttindum. Hver einasti ökumaður var með allt sitt á hreinu. Vísir/GVA
Lögreglan á Suðurnesjum handtók í fyrradag karlmann sem hafði rænt 11 pakkningum af kjúklingabringum úr Bónus. Hann var handtekinn á hlaupum eftir að starfsmenn Bónus eltu hann.

Maðurinn tróð bringunum, sem voru að verðmæti rúmlega 23 þúsund krónur, ofan í bakpoka og því næst hljóp hann út úr búðinni. Tveir starfsmenn hlupu á eftir honum austur Reykjanesbraut. Þeir komust þó ekki nálægt honum því þá kastaði hann grjóti að þeim.

Maðurinn var handtekinn og færður til skýrslutöku. Honum var sleppt að því búnu, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni.

Lögreglan stöðvaði tugi bíla vegna ATP hátíðarinnar í nótt þar sem um var að ræða eftirlit með ölvunarakstri og ökuréttindum. Hver einasti ökumaður var með allt sitt á hreinu.

Einn ökumaður var þó stöðvaður á Reykjanesbrautinni á 147 kílómetra hraða. Hans bíður 130 þúsund króna sekt, svipting ökuleyfis í einn mánuð og þrír refsipunktar í ökuferilsskrá. Þar að auki voru nokkrir ökumenn sem ekki sinntu stöðvunarskyldu eða voru í símanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×