Lífið

Ræðulið fanga sigraði ræðulið Harvard

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ekki verður bókvitið í askana látið eins og stundum er sagt.
Ekki verður bókvitið í askana látið eins og stundum er sagt. Vísir/Getty
Ræðulið fanga úr fangelsi í New York ríki bar nýverið sigurorð af ræðuliði hins virta Harvard-háskóla í ræðukeppni. Þykir ræðulið Harvard eitt það sterkasta í heiminum.

Umræðuefni ræðukeppninnar að þessu sinni var hvort að almenningsskólar í Bandaríkjunum ættu að fá leyfi til að víkja börnum ólöglegra innflytjenda úr skóla. Fangarnir mæltu með þessari hugmynd en ræðulið Harvard á móti.

Að mati hlutlausra dómara keppninnar færðu fangarnir fram röksemdir sem háskólanemarnir í hinu virta liði Harvard höfðu ekki svör við. Ræðulið Harvard þykir eitt það sterksta í heiminum og vann það nýlega landsmót ræðuliða í Bandaríkjunum auk þess sem það var krýnt heimsmeistari ræðuliða árið 2014.

Fangarnir sem mynda ræðulið fanganna eru allir í svokölluðu hámarks-öryggisgæslufangelsi en hafa fengið tækifæri til þess að stunda háskólanám á meðan fangavist þeirra stendur. Hafa þeir lagt fleiri ræðulið virtra háskóla að velli, þar á meðal ræðulið West Point, akademíu bandaríska hersins, ásamt ræðuliði háskólans í Vermont.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×