Erlent

Ræðst gegn rafsígarettum

Freyr Bjarnason skrifar
Alþjþóðaheilbrigðisstofnunin vill að notkun rafsígaretta verði bönnuð innanhúss.
Alþjþóðaheilbrigðisstofnunin vill að notkun rafsígaretta verði bönnuð innanhúss. Fréttablaðið/AP
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að banna eigi notkun rafsígaretta innanhúss og að hætta eigi að selja þær börnum.

Í skýrslu frá stofnuninni kemur fram að ekki gangi að halda því fram að sígaretturnar geti hjálpað fólki að hætta að reykja fyrr en sterk sönnunargögn komi fram þess efnis.

Sérfræðingar stofnunarinnar vara við því að fóstur ófrískra kvenna geti skaðast af völdum reyksins. Einnig óttast þeir að varan geti orðið til þess að notkun hefðbundinna sígaretta muni aukast hjá ungmennum. Jafnframt hvetja þeir til þess að auglýsingar rafsígaretta verði bannaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×