SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 20:45

Martrađabyrjun í fyrsta leik Noregs undir stjórn Lars

SPORT

Rćđir viđ Tyrki um mögulega innrás í Raqqa

 
Erlent
14:23 17. FEBRÚAR 2017
Joseph Dunford er ćđsti herforingi Bandaríkjahers.
Joseph Dunford er ćđsti herforingi Bandaríkjahers. VÍSIR/AFP

Bandaríski hershöfðinginn Joseph Dunford heimsótti í dag herstöðina Incirlik í suðurhluta Tyrklands, sem notuð er af Bandaríkjaher í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS.

Dunford er æðsti herforingi Bandaríkjahers (yfirmaður Joint Chiefs of Staff), og er reiknað með að möguleg innrás inn í Raqqa, helsta vígis ISIS í Sýrlandi, hafi verið til umræðu.

Bandaríkin hafa á síðustu árum stutt við bakið á kúrdíska SDF-bandalaginu sem berst gegn ISIS í Sýrlandi, en spurt er hvernig ný Bandaríkjastjórn líti á hvernig skuli fram haldið.

Tyrklandsstjórn vill ekki að SDF taki þátt í sókn að Raqqa og hefur þrýst á að Bandaríkin hætti að styðja við bakið á hersveitum Kúrda sem hún skilgreinir sem hryðjuverkasamtök.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Rćđir viđ Tyrki um mögulega innrás í Raqqa
Fara efst