Innlent

Ræddi skipan Gústafs við borgarfulltrúa

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Stefán
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir frá því á Facebook-síðu sinni að hann hafi hitt fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina í morgun.

Hann ræddi við þá um „mistök sem voru gerð við nefndarskipan“, en eins og frægt er orðið var Gústaf Níelsson skipaður varamaður flokksins í mannréttindaráð borgarinnar.

Sú skipan var dregin til baka nú rétt fyrir hádegi þar sem hún hafi ekki verið „í samræmi við stefnu Framsóknarflokksins,“ eins og sagði í tilkynningu.

Sjá einnig: Skipan Gústafs dregin til baka.


Tengdar fréttir

Skipan Gústafs dregin til baka

Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×