Innlent

Ræða sameiningu Hveragerðis og Ölfuss

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Bæjarstjórn Ölfuss mun á næstunni ákveða hvort kanna eigi hug íbúa til mögulegrar sameiningar á sveitarfélögunum Hveragerði og Ölfus. Bæjarfulltrúar sveitarfélaganna ræddu mögulega sameiningu í Þorlákshöfn sjöunda október síðastliðinn. Frá þessu greinir RÚV.

Samhliða sveitarstjórnarkosningunum síðasta vor fór fram ráðgefandi skoðanakönnun um sameiningarmál í Hveragerði. Þar kom fram að 63 prósent vildu að Hveragerði myndi sameinast öðru sveitarfélagi.

Njörður Sigurðsson, bæjarfulltrúi í Hveragerði, segir í pistli í Dagskránni - fréttabréfi Suðurlands, að Hvergerðingar séu tilbúnir í samningaviðræður og að fullur vilji sé hjá þeim til þess að fá niðurstöðu í málið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×