Innlent

Ræða frekari frestun á nauðungarsölum í dag

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Fyrsta málið sem Hanna Birna talar fyrir á þingi í vetur er um áframhaldandi frestun á nauðungarsölum.
Fyrsta málið sem Hanna Birna talar fyrir á þingi í vetur er um áframhaldandi frestun á nauðungarsölum. Vísir / Daníel
Vinna við áframhaldandi frestun á nauðungarsölum á heimilum fólks hefst í þinginu í dag. Það er fyrsta frumvarp á dagskrá þingsins í dag og fyrsta frumvarpið sem tekið er fyrir eftir að fjárlagafrumvarpið var sent til nefndar.



Flutningsmaður er Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Lögin öðlast gildi um leið og þau hafa verið samþykkt en frumvarpið þarf, eins og önnur, að fara í gegnum þrjár umræður áður en það er endanlega samþykkt. Það er því ekki von á að frestunin taki gildi fyrr en eftir nokkra daga.



Frestun á nauðungarsölum var samþykkt á síðasta ári vegna fyrirhugaðrar höfuðstólslækkunar ríkisstjórnarinnar. Frestunin rann út 1. september síðastliðinn og hefur ekki verið hægt að taka málið fyrir þar sem þingið hefur ekki verið starfandi. Frestunin sem nú er lögð til gildir til 1. mars næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×