Viðskipti innlent

Ræða 11 prósent matarskatt

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Bjarni kynnti breytingarnar í haust.
Bjarni kynnti breytingarnar í haust. Vísir / GVA
Hugmyndir eru uppi í stjórnarmeirihlutanum að hækka matarskatt í ellefu prósent en ekki tólf prósent eins og lagt hefur verið upp með. Morgunblaðið greinir frá þessu í morgun. Talsverð óánægja hefur verið með fyrirhugaða hækkun, meðal annars úr röðum Framsóknarmanna.

Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Framsóknar, sagði í síðustu viku að hann gæti ekki stutt frumvarp um hækkun matarskatts í óbreyttri mynd. Þingflokkur Framsóknarflokksins hafði áður gert fyrirvar við frumvarpið.

Í texta frumvarpsins var talað um 11 prósent matarskatt líkt og nú er til umræðu.Vísir / GVA
Reiknað er með að breytingarnar verði kynntar fyrir þinginu í dag.

Verði niðurstaðan sú að hækka virðisaukaskatt á matvæli í ellefu prósent verður það í samræmi við það sem kynnt var í fjárlagafrumvarpinu í haust. Í texta í fjárlagafrumvarpinu kom fram að hækka ætti lægra virðisaukaskattsþrepið úr sjö prósentum í ellefu prósent. 

Þetta var prentvilla samkvæmt fjármálaráðuneytinu en í kynningu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á frumvarpinu kom fram að hækka ætti þrepið í tólf prósent. 

Gagnrýnin hefur fyrst og fremst snúið að matarskattinum en aðrir vöruflokkar, eins og bækur, eru í lægra þrepi skattsins í dag. Ekki liggur fyrir hvort þessar breytingar eigi að gilda aðeins um virðisauka á mat eða hvort um er að ræða neðra þrepið sem heild.

Breytingarnar áttu að vera liður í einföld skattkerfisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×