Viðskipti innlent

Ráðuneytið ætlar ekki að grípa inn í

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Stefán
Bæjarráð Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ætli ekki að koma að máli Hafnarfjarðarkaupstaðar og Stálskipa varðandi ráðstöfun aflaheimilda úr sveitarfélaginu.

Afstaða ráðuneytisins kom fram í bréfi sem sent var til Hafnarfjarðar en þar segir að framsal aflaheimilda af Þór HF-4 úr Hafnarfirði uppfylli ekki lagaskilyrði fyrir inngripi, né hafi veruleg neikvæð áhrif í atvinnu- og byggðalegu tilliti.

Þó er tekið fram að Stálskip hafi brugðist lagalegri skyldu um að tilkynna söluna á aflaheimildunum.

Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að stefna eigendum Stálskipa og þeim sem keyptu skipið og aflaheimildirnar. Þrátt fyrir afstöðu ráðuneytisins var lögmanni sveitarfélagsins falið að vinna áfram að málinu.


Tengdar fréttir

Rekstur Stálskips mun taka stakkaskiptum

Fram kemur í fréttatilkynningu frá útgerðarfélaginu Stálskip að félagið hafi ákveðið að selja annan sinn kvóta og að auki hefur Stálskip selt skip út til Rússlands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×