Innlent

Ráðist á drengi við Mjóddina

Benedikt Bóas skrifar
Ráðist var á þrettán ára gamlan dreng á stoppistöð.
Ráðist var á þrettán ára gamlan dreng á stoppistöð. vísir/vilhelm
Á fimm dögum hafa tvær líkamsárásir verið kærðar til lögreglunnar eftir að ráðist hefur verið að ungmennum í Mjódd.

Á sunnudag réðust tveir menn á 15 ára gamlan dreng og veittu honum meðal annars augnáverka. Mennirnir létu sig hverfa af vettvangi en lögreglan veit hverjir gerendur eru.

Á miðvikudag var ráðist að 13 ára gömlum dreng við biðstöð Strætó. Hefur málið verið kært til lögreglu. Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir að öryggisvörður sé í Mjódd og almennt séu ekki mikil læti í biðsalnum.

„Atvikið er algjör undantekning og hringdi fólkið í miðasölu á lögreglu. Við erum með öryggismyndavélar og teljum það nægjanlegt þarna,“ segir hann.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru málin bæði í rannsókn sem miðar vel.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×