FIMMTUDAGUR 17. APRÍL NÝJAST 23:30

Ađeins ţrír alvöru leikstjórnendur í NBA | Myndband

SPORT

Ráđherrar og níumenningarnir

Skođun
kl 06:00, 18. september 2010
Mál níumenninganna
Birna Gunnarsdóttir
MA í minjavernd, starfsmađur Háskóla Íslands
Mál níumenninganna Birna Gunnarsdóttir MA í minjavernd, starfsmađur Háskóla Íslands
Birna Gunnarsdóttir skrifar:

Alþingi Íslendinga, stofnunin sem fær falleinkunn í nýlegri skýrslu þingmannanefndar, átti frumkvæði að sakamáli sem nú er rekið gegn níu manns fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Í fjölmiðlum er yfirleitt vísað til þeirra sem "mótmælenda" og látið að því liggja að hin ákærðu séu einsleitur hópur, sérstaklega hættuleg manngerð. Staðreyndin er sú að þau eru venjulegt allskonar fólk: fólk sem á börn og fjölskyldur og vini og þarf að verjast þeirri fráleitu ákæru að þau hafi gert aðför að sjálfræði Alþingis.


Áhugaverđur samanburđur

Það er áhugavert að bera fréttir af málinu gegn níumenningunum saman við fréttir af hugsanlegum ákærum á hendur ráðherrum í vanhæfu ríkisstjórninni sem hrökklaðist frá völdum í janúar 2009. Þar verður tilfinningabúskapur ráðherranna fyrrverandi fyrirferðarmikið umfjöllunarefni og jafnvel sjálfsvorkunnar-status Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á Facebook er lesinn í fréttum Ríkisútvarpsins. Vesalings litla skjaldbakan!

Tilfinningar systur minnar, sem er ein hinna ákærðu níumenninga, þykja ekki fréttnæmar né óttinn sem tíu ára dóttir hennar og þrettán ára sonur bera í brjósti, óttinn við að sjá á eftir móður sinni í fangelsi. Ein hinna ákærðu er barnshafandi. Alla meðgönguna hefur hún þurft að mæta í réttarsalinn þótt hvergi sé vísað til hennar í atvikalýsingu ákærunnar; Pétur Guðgeirsson dómari og Lára V. Júlíusdóttir saksóknari ætla að elta hana á fæðingadeild eða heim til nýfædds barns við aðalmeðferð máls sem enginn skilur hvaða aðild hún á að. Undrun hennar yfir ákærunni hefur ekki orðið fréttaefni.

Stundum heyrist því haldið fram að ekkert sé athugavert við ákærurnar því auðvitað verði níumenningarnir sýknaðir og þá hafi þetta bara verið eins og hvert annað grín. En þetta er ekkert grín. Láru V. Júlíusdóttur er alvara með því að kæra níu manna handahófsúrtak úr 30 manna hópi skv. 100. grein hegningarlaga og fara fram á að þau verði dæmd til fangelsisvistar að lágmarki í eitt ár. Hún vill níumenningana dæmda í allt að sextán ára fangelsi fyrir að reyna það sem aðrir ungir mótmælendur, Össur og Ingibjörg Sólrún félagar hennar í stúdentaráði, gerðu refsilaust fyrir þrjátíu og fimm árum, og ýmsir síðan. Því alþingismönnum höfðu áður verið flutt skilaboð af þingpöllum með mismiklum stympingum við þingverði og engin eftirmál orðið. Það sem hin ákærðu reyndu 8. desember 2008 var alls ekki fordæmislaust.

Árangur ríkisstjórnar Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur er hins vegar fordæmislaus. Þau söngluðu öfugmælavísur sínar í fjölmiðlum hér heima og erlendis meðan þau og vinir þeirra í bönkunum sigldu öllu til andskotans. Skömm þeirra verður lengi uppi hvað sem dómum kann að líða. Kannski kemst Lára V. Júlíusdóttir varamaður í Landsdómi upp á aðalmannabekkinn. Ætli refsigleðin yrði söm gagnvart gömlum félögum og sú sem hún sýnir níumenningunum sem vildu benda þinginu á hið augljósa og eiga að gjalda fyrir með frelsi sínu?


Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

MEIRI SKOĐUN Á VÍSI

Skođun 16. apr. 2014 16:43

Tollar, vörugjöld, neytendur og samkeppni

Félag atvinnurekenda hefur látiđ til sín taka svo árum og áratugum skiptir í umrćđu um afnám tolla og vörugjalda. Ţađ hefur miđađ fremur hćgt en sem betur fer er umrćđan um ţessi mikilvćgu mál ađ auk... Meira
Skođun 16. apr. 2014 15:18

Mikilvćgi tómstunda

Skipulagt tómstundastarf er ađ mínu mati ein af bestu forvörnum sem völ er á og hvet ég alla foreldra ađ íhuga mikilvćgi ţess ţegar kemur ađ velferđ barna og unglinga. Meira
Skođun 16. apr. 2014 11:13

Hvađan koma ţeir sem viđ eigum ađ kjósa?

Mikil umrćđa hefur veriđ í samfélaginu um kynjahlutfall í stjórnmálum. Fyrir borgarstjórnarkosningar nú í vor eru fleiri kvenmenn í frambođi en karlar og vonandi verđur hlutfall kynja jafnt í borgarst... Meira
Skođun 16. apr. 2014 10:16

Ađstođum börn sem búa viđ fátćkt

Hvađ ţýđir ţađ fyrir barn ađ alast upp viđ fátćkt á Íslandi? Meira
Skođun 16. apr. 2014 07:00

Fullveldisgildran

Mörg menningarsamfélög hafa fariđ forgörđum viđ ţađ ađ lífsađstćđur ţeirra breyttust og ţau megnuđu ekki ađ bregđast viđ, ađlaga lifnađarhćtti sína og samfélagssýn ţeim breytingum. Meira
Skođun 16. apr. 2014 07:00

Heyrist í hásum ţingmanni?

Ţađ er vel viđ hćfi ađ nota alţjóđlega radddaginn 16. apríl til ađ minna fólk á ađ ţađ kćmist nú sennilega illa í gegnum lífiđ ef ţađ hefđi ekki röddina til ađ tjá sig međ, eitthvađ sem flestöllum fin... Meira
Skođun 16. apr. 2014 07:00

Skemmdarverk viđ Skógafoss – Vér mótmćlum

Rangárţing eystra hefur auglýst nýtt deiliskipulag í Ytri-Skógum. Ţađ nćr yfir ađkomu ađ Skógafossi. Áćtlađ er ađ byggja ţar mjög stórt hótel á tveim hćđum ađ hluta. Meira
Skođun 16. apr. 2014 07:00

Vistvangur í Landnámi Ingólfs

Um ţessar mundir hafa samtökin Gróđur fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (GFF) starfađ í 17 ár. Samtökin kusu sér strax í upphafi afmarkađ starfsvćđi, hér á suđvesturhorninu ţar sem drjúgur meirihluti land... Meira
Skođun 16. apr. 2014 07:00

Grátur og gnístran tanna í Reykjavík

Heimili: Reykjavík. Velferđ: ? Okkur skortir rannsóknir en vitum ţó ađ margir borgarbúar eru hjálparţurfi. Meira
Skođun 16. apr. 2014 07:00

„Ţegar brunnurinn kom“

"Hvenćr byrjađir ţú í skóla?“ spurđi forvitinn hjálparstarfsmađur tólf ára stelpu á verkefnasvćđi Hjálparstarfs kirkjunnar í Malaví og bjóst viđ svari á borđ viđ "í fyrra“ eđa "ţegar ég va... Meira
Skođun 16. apr. 2014 07:00

Virkjum styrkleika í skólum

Skólamál snerta kjarna jafnađarstefnunnar ţví ţar má skapa börnum jöfn tćkifćri til ađ ţroskast og eflast sem sterkir og skapandi einstaklingar. Galdurinn er ađ draga fram styrkleika allra barna í skó... Meira
Skođun 16. apr. 2014 00:01

100, 10, 1

Fagnađu hverjum degi eins og ţú myndir lifa í 100 ár. Hugsađu um áhrif hverrar ákvörđunar a.m.k. nćstu 10 mánuđi. Njóttu hverrar stundar eins og ţú lifir bara ţennan 1 dag. Meira
Skođun 16. apr. 2014 00:01

Heildarmynd af höftunum: Erlendar skuldir og forsendur afnáms

Útfćrsla á afnámi haftanna ţarf ađ styđja viđ langtímastefnuna. Fyrirtćki í alţjóđlegri starfsemi munu hafa ráđandi áhrif á framtíđarvöxt útflutningstekna. Til ađ stjórnendur ţeirra kjósi ađ byggja up... Meira
Skođun 15. apr. 2014 15:19

Tollakerfiđ er gert til ađ vernda íslenska verslun

Hér á landi eru sjónvörp allt ađ ţvi 100% dýrari en í Bretlandi. Meira
Skođun 15. apr. 2014 11:15

Af málefnavinnu pírata og ýktri einsemd oddvita

Laugardaginn 5. apríl birtist frétt á visir.is um ađ oddviti pírata í Reykjavík hefđi veriđ sá eini sem mćtti á málefnafund hjá pírötum í borginni ţann sama dag. Meira
Skođun 15. apr. 2014 08:58

Heimilum blćđir, landbúnađur í bómull

Helmingur heimilanna í landinu á í erfiđleikum međ ađ ná endum saman og um tíu prósent okkar eru í alvarlegum vanskilum. Atvinnulífiđ getur ekki greitt hćrri laun, međal annars vegna erfiđs rekstrarum... Meira
Skođun 15. apr. 2014 08:58

OR á réttri leiđ!

Fyrir fjórum árum stađfesti matsfyrirtćkiđ Fitch Ratings neikvćtt lánshćfismat hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Ţetta ţýddi í raun ađ OR stóđu til bođa enn verri lánskjör. Rök FR voru ţau ađ greiđslugeta fy... Meira
Skođun 15. apr. 2014 08:58

Gálgahraun, Ţríhnúkagígur og réttarríki geđţóttans

Íslendingar sem reyndu ađ vernda Gálgahraun gegn eyđileggingu hafa ţurft ađ svara til saka og bíđa nú dóms. Glćpur ţeirra var ađ ţvćlast fyrir lögreglu og jarđýtueigendum. Meira
Skođun 15. apr. 2014 08:58

Hvađ veldur minnkandi neyslu erlendra ferđamanna?

Ţegar fjöldi erlendra ferđamanna jókst međ ţeim hćtti sem hann gerđi á árunum 2011 og 2012 ţá spurđi ég mig ţeirrar spurningar hvort veiking krónunnar í kjölfar hruns fjármálakerfisins 2008 hefđi gert... Meira
Skođun 15. apr. 2014 08:58

Af prísamergđ til handa Austurhöfn

Á netinu má sjá fjölda ýmissa verđlauna í byggingarlist, um hundrađ talsins, svonefnd Architecture Awards (AA), fyrir áhugaverđustu byggingar í heimi. Ósköpin öll af byggingum hampa AA-prísum, hver an... Meira
Skođun 15. apr. 2014 07:00

Opiđ bréf til borgarfulltrúa

Ég hef ferđast međ ferđaţjónustu fatlađra í Reykjavík í um 20 ár og hef ţví töluverđa reynslu af ađ ferđast međ ţeim. Fyrir örfáum dögum lenti ég í ţeirri "skemmtilegu“ reynslu á leiđ heim úr vi... Meira
Skođun 15. apr. 2014 07:00

Gjaldtaka á ferđamannastöđum

Stjórnvöld eru nú ađ undirbúa upptöku svokallađs náttúrupassa. Međ honum á ađ innheimta nokkur ţús. kr. gjald af öllum sem skođa náttúru Íslands, bćđi Íslendingum og útlendingum, til ađ fjármagna uppb... Meira
Skođun 15. apr. 2014 07:00

Hćttulegar hugmyndir

Bjarni Benediktsson fjármálaráđherra lýsti ţví yfir í viđtali í Fréttablađinu nýlega ađ hann stefndi ađ ţví ađ leggja fram lagafrumvarp í haust um breytingu á virđisaukaskattskerfinu sem mun leiđa til... Meira
Skođun 15. apr. 2014 07:00

Samfélag fyrir alla – 1. maí 2014

Grundvöllur tilvistar og starfs verkalýđshreyfingarinnar er auk hefđbundinnar kjarabaráttu ađ berjast fyrir samfélagi jafnréttis og jafnra tćkifćra. Yfirskrift 1. maí 2014 endurspeglar ţessa sýn verka... Meira
Skođun 15. apr. 2014 07:00

Tilkynning til barnaverndar er beiđni um ađstođ, ekki kćra

Margir líta svo á ađ eitt ţađ versta sem geti gerst í lífi foreldra sé ađ vera tilkynntir til barnaverndarnefndar. Međ ţví sé ţví lýst yfir ađ foreldri eđa ađstandandi sé ekki fćr um ađ sinna hlutverk... Meira

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • SKODUN
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Skođanir / Skođun / Ráđherrar og níumenningarnir
Fara efst