MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ NÝJAST 12:15

Griffill opnar skiptibókamarkađ í Laugardalshöll

FRÉTTIR

Ráđherrar og níumenningarnir

Skođun
kl 06:00, 18. september 2010
Mál níumenninganna
Birna Gunnarsdóttir
MA í minjavernd, starfsmađur Háskóla Íslands
Mál níumenninganna Birna Gunnarsdóttir MA í minjavernd, starfsmađur Háskóla Íslands
Birna Gunnarsdóttir skrifar:

Alþingi Íslendinga, stofnunin sem fær falleinkunn í nýlegri skýrslu þingmannanefndar, átti frumkvæði að sakamáli sem nú er rekið gegn níu manns fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Í fjölmiðlum er yfirleitt vísað til þeirra sem "mótmælenda" og látið að því liggja að hin ákærðu séu einsleitur hópur, sérstaklega hættuleg manngerð. Staðreyndin er sú að þau eru venjulegt allskonar fólk: fólk sem á börn og fjölskyldur og vini og þarf að verjast þeirri fráleitu ákæru að þau hafi gert aðför að sjálfræði Alþingis.


Áhugaverđur samanburđur

Það er áhugavert að bera fréttir af málinu gegn níumenningunum saman við fréttir af hugsanlegum ákærum á hendur ráðherrum í vanhæfu ríkisstjórninni sem hrökklaðist frá völdum í janúar 2009. Þar verður tilfinningabúskapur ráðherranna fyrrverandi fyrirferðarmikið umfjöllunarefni og jafnvel sjálfsvorkunnar-status Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á Facebook er lesinn í fréttum Ríkisútvarpsins. Vesalings litla skjaldbakan!

Tilfinningar systur minnar, sem er ein hinna ákærðu níumenninga, þykja ekki fréttnæmar né óttinn sem tíu ára dóttir hennar og þrettán ára sonur bera í brjósti, óttinn við að sjá á eftir móður sinni í fangelsi. Ein hinna ákærðu er barnshafandi. Alla meðgönguna hefur hún þurft að mæta í réttarsalinn þótt hvergi sé vísað til hennar í atvikalýsingu ákærunnar; Pétur Guðgeirsson dómari og Lára V. Júlíusdóttir saksóknari ætla að elta hana á fæðingadeild eða heim til nýfædds barns við aðalmeðferð máls sem enginn skilur hvaða aðild hún á að. Undrun hennar yfir ákærunni hefur ekki orðið fréttaefni.

Stundum heyrist því haldið fram að ekkert sé athugavert við ákærurnar því auðvitað verði níumenningarnir sýknaðir og þá hafi þetta bara verið eins og hvert annað grín. En þetta er ekkert grín. Láru V. Júlíusdóttur er alvara með því að kæra níu manna handahófsúrtak úr 30 manna hópi skv. 100. grein hegningarlaga og fara fram á að þau verði dæmd til fangelsisvistar að lágmarki í eitt ár. Hún vill níumenningana dæmda í allt að sextán ára fangelsi fyrir að reyna það sem aðrir ungir mótmælendur, Össur og Ingibjörg Sólrún félagar hennar í stúdentaráði, gerðu refsilaust fyrir þrjátíu og fimm árum, og ýmsir síðan. Því alþingismönnum höfðu áður verið flutt skilaboð af þingpöllum með mismiklum stympingum við þingverði og engin eftirmál orðið. Það sem hin ákærðu reyndu 8. desember 2008 var alls ekki fordæmislaust.

Árangur ríkisstjórnar Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur er hins vegar fordæmislaus. Þau söngluðu öfugmælavísur sínar í fjölmiðlum hér heima og erlendis meðan þau og vinir þeirra í bönkunum sigldu öllu til andskotans. Skömm þeirra verður lengi uppi hvað sem dómum kann að líða. Kannski kemst Lára V. Júlíusdóttir varamaður í Landsdómi upp á aðalmannabekkinn. Ætli refsigleðin yrði söm gagnvart gömlum félögum og sú sem hún sýnir níumenningunum sem vildu benda þinginu á hið augljósa og eiga að gjalda fyrir með frelsi sínu?


Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

MEIRI SKOĐUN Á VÍSI

Skođun 28. júl. 2014 11:00

Guđsmynd íslams og kristni

Guđsmynd íslams er mótuđ af vitundinni um almáttugan guđ sem ákveđur örlög manna. Hann er lögmálsguđ, ćđsti löggjafi sem gefur ströng fyrirmćli um hvernig eigi ađ haga lífinu. Mannleg hegđun er njörvu... Meira
Skođun 28. júl. 2014 07:00

Ţróunarsamvinna sem skilar árangri

Ný óháđ úttekt á ţróunarsamvinnu Íslands og Namibíu í sjávarútvegsmálum sýnir mikilvćgan árangur. Framlag Íslands á nćr 20 ára tímabili skilađi markverđum skrefum í ţá átt ađ ađstođa hiđ nýfrjálsa rík... Meira
Skođun 28. júl. 2014 07:00

Áfengi er engin venjuleg neysluvara

Frelsi eins getur haft í för međ sér ófrelsi annars. Hlutverk stjórnmálamanna er ađ tryggja almannahag og öryggi borgaranna – bćta samfélagiđ. Međ lýđrćđislegum kosningum veitum viđ ţeim forrćđi... Meira
Skođun 28. júl. 2014 07:00

Inn um bakdyrnar

Fyrir rétt rúmum tvö ţúsund árum fyrirskipađi Ágústus keisari ađ skrásetja skyldi alla heimsbyggđina. Međal ţeirra sem ţurftu ađ taka sig upp vegna ţessa voru María mey og Jósef. Ţau héldu frá Nasaret... Meira
Skođun 28. júl. 2014 07:00

Taka á upp friđarviđrćđur á ný

Viđ erum nú enn á ný vitni ađ harmleik í Miđausturlöndum. Sameinuđu ţjóđirnar, Evrópusambandiđ og allt alţjóđasamfélagiđ verđa ađ knýja stríđsađila til ađ gera vopnahlé og hefja friđarviđrćđur. Enn og... Meira
Skođun 25. júl. 2014 07:00

Um innfluttan kjúkling og Skráargatiđ

Á blađsíđu 2 í Fréttablađinu á mánudaginn 21. júlí sl. var fjallađ um innflutning á landbúnađarvörum og talađ viđ Magnús Óla Ólafsson, forstjóra heildsölunnar Innness, sem međal annars flytur inn kjúk... Meira
Skođun 25. júl. 2014 07:00

Vandađ og skilvirkt eftirlitsumhverfi

Ţann 27. júní 2014 skipađi forsćtisráđherra vinnuhóp sem hefur ţađ hlutverk ađ fara yfir lög, reglur og stjórnsýslu mikilvćgra eftirlitsstofnana og meta hvernig viđmiđ um vandađ regluverk og stjórnsýs... Meira
Skođun 25. júl. 2014 07:00

Eru stjórnmálamenn helstu óvinir safna?

Í upphafi árs birtist í fjölmiđlum útlistun á ţví hversu gott ţađ vćri ađ búa í Seltjarnarnesbć, međ tilliti til lágra útsvarsgreiđslna. Á sama tíma senda tvö fagfélög á sviđi safnamála frá sér yfirlý... Meira
Skođun 25. júl. 2014 07:00

Hver nýtur eiginlega vafans?

Hver skyldi ekki vera sammála mér um ađ almenningur eigi alltaf ađ njóta vafans ţegar framleiđendur taka upp á ţví ađ menga umhverfiđ öđrum til tjóns? Meira
Skođun 25. júl. 2014 07:00

Ríkiđ í skuld viđ launafólk

Í tengslum viđ kjarasamningana síđustu lofađi ríkisstjórnin ađ leggja sitt af mörkum međ endurskođun á gjöldum og ađ gjaldskrárhćkkanir yrđu innan viđ 2,5 prósent. Ţetta loforđ skipti máli viđ frágang... Meira
Skođun 25. júl. 2014 07:00

Hreinsun sundlaugarvatns og heilsuáhrif

Óson (O3) og vetnisperoxíđ (H2O2) eru oxidantar sem fyrirfinnast í náttúrunni. Til ađ óson geti myndast ţarf ađ vera til stađar súrefni (O2) og útfjólublá geislun Meira
Skođun 24. júl. 2014 09:47

Gordíonshnútur Gaza-svćđisins

Nú standa yfir miklar deilur milli Ísraelsmanna og Palestínumanna. Deilan um Palestínu hefur veriđ heimsfriđnum hćttulegri en flest önnur deilumál síđustu áratuga. Meira
Skođun 24. júl. 2014 07:00

Fiskistofa – formiđ – og flutningurinn

Atlaga var gerđ ađ lífsafkomu starfsmanna Fiskistofu og fjölskyldna ţeirra međ skyndilegri og óvćntri ákvörđun sjávarútvegsráđherra um ađ flytja Fiskistofu frá Hafnarfirđi til Akureyrar. Meira
Skođun 24. júl. 2014 07:00

Finnafjörđur í stál og steypu – fyrir hvern?

Mikil tćkifćri fyrir Ísland vegna siglinga á norđurslóđum í framtíđinni var inntak greinar í Fréttablađinu ţann 11. nóvember 2013, ţar sem rćtt var viđ Hafstein Helgason byggingaverkfrćđing. Ţýska fyr... Meira
Skođun 24. júl. 2014 07:00

Bútateppiđ

Hver einstaklingur er einstakur og fólkiđ sem vill búa á Íslandi kemur alls stađar ađ úr heiminum. Einstaklingar međ ólíkan litarhátt, menningu, trúarbrögđ og hugmyndir. En ţetta fólk á ţađ sameiginle... Meira
Skođun 23. júl. 2014 07:00

Fyrirgefning í stađ hefndar

Óhugnanlegri atburđir eiga sér nú stađ fyrir botni Miđjarđarhafs en orđ fá lýst. Mörg hundruđ óbreyttir borgarar hafa látist, flestir Palestínumenn, ţar á međal fjöldi saklausra barna. Kveikja átakann... Meira
Skođun 23. júl. 2014 07:00

Mistćk menntun

Menntun kennara á Íslandi er ábótavant. Ţađ skýrir ađ einhverju leyti dapurlega niđurstöđu í skýrslu sem unnin var fyrir menntamálaráđuneytiđ um stćrđfrćđikennslu. Meira
Skođun 23. júl. 2014 07:00

Bćndur stuđla ađ lágu matvöruverđi

Rétt er ađ vekja athygli á niđurstöđu nýrrar könnunar Eurostat um matvćlaverđ í Evrópu. Hún er ađ Íslendingar njóta lćgsta matvöruverđsins á Norđurlöndunum og hefur ţađ lćkkađ nokkuđ hin síđustu ár. Meira
Skođun 22. júl. 2014 15:33

Rafmynt er ekki ólögleg á Íslandi

"Viđ erum heppin ađ búa á Íslandi. Viđ lifum í samfélagi ţar sem allt sem er ekki bannađ er leyft.“ Meira
Skođun 22. júl. 2014 07:00

Hvernig aukum viđ nautakjöts- framleiđsluna?

Undanfarnar vikur hefur talsvert veriđ rćtt um málefni nautakjötsframleiđslunnar og hvernig eigi ađ mćta ört vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti hér á landi. Í ţessari umrćđu hefur sitthvađ veriđ málu... Meira
Skođun 22. júl. 2014 07:00

Fullveldisframsal án fyrirsvars

Íslensk stjórnvöld skipuđu nýveriđ nefndir og hópa til ađ bćta "snemmgreiningu á EES-löggjöf“ svo ráđherrar og embćttismenn geti beđiđ ESB, óformlega og vinsamlegast, ađ ţróa ekki löggjöf sem gć... Meira
Skođun 22. júl. 2014 07:00

Ţróun í ferđaţjónustu

Ísland er taliđ vera spennandi ferđaland og ţađ međ réttu. Landslag og sérstök náttúra heillar gestina. Ég hef heimsótt ţetta land í 30 ár. Ađ vísu er flest frekar dýrara hér samanboriđ viđ verđlag í ... Meira
Skođun 22. júl. 2014 07:00

Ógnin fyrr og síđar

Váleg tíđindi, eins og var međ farţegaţotu grandađ yfir Úkraínu, gera ekki bođ á undan sér. Hiđ sama getur átt viđ um hin góđu. Meira
Skođun 22. júl. 2014 07:00

Hvert eiga Gasabúar ađ flýja?

Undanfariđ hefur oft heyrst ađ Ísraelsher vari Gasabúa viđ áđur en sprengt er og hvetji ţá til ađ flýja. En hvert eiga ţeir ađ flýja? Meira
Skođun 21. júl. 2014 10:16

Hvađ sagđi Juncker?

Er ţađ ekki svolítiđ sérkennilegt ađ svo mikil umrćđa sem raun ber vitni verđi um hvađ Juncker, nýr forseti framkvćmdastjórnar ESB, sagđi í rćđu sinni í vikunni sem leiđ? Biđ fólk ađ athuga ađ ég segi... Meira
 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • SKODUN
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Skođanir / Skođun / Ráđherrar og níumenningarnir
Fara efst