Erlent

Ráðherrann sem reyndi að bjarga lögreglumanninum heiðraður

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tobias Ellwood sést hér fyrir miðju myndar.
Tobias Ellwood sést hér fyrir miðju myndar. Vísir
Tobias Ellwood, ráðherra í breska utanríkisráðuneytinu, var í dag heiðraður af Elísabetu Englandsdrottningu fyrir tilraunir sínar til þess að bjarga lífi lögreglumannsinns sem stunginn var í árásinni við breska þinghúsið í vikunni. Reuters greinir frá.

Ellwood brást snarlega við og reyndi hvað hann gat til þess að bjarga lífi lögreglumannsins, en án árangurs. Var hann einn fjögurra fórnarlamba árásarinnar, auk árásarmannsins sem skotinn var til bana fyrir utan þinghúsið.

Ráðherrann var skipaður í sérstakt ráðgjafaráð drottningarinnar, Privy Council, sem samanstendur af háttsettum stjórnmálamönnum, dómurum og biskupum.

Myndir af endurlífgunartilraunum Ellwood vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlum og hefur hann verið hylltur sem hetja í kjölfarið. Ellwood er fyrrverandi hermaður í breska hernum en gegnir nú embætti ráðherra í breska utanríkisráðuneytinu þar sem hann fer með málefni Afríku og Mið-Austurlanda.


Tengdar fréttir

Árásarmaðurinn hafði ítrekað komist í kast við lögin

Átta manns hafa verið handteknir vegna árásarinnar í London á miðvikudag. Árásarmaðurinn er samt talinn hafa staðið einn að verki. Theresa May forsætisráðherra hvatti Breta til að láta ekki óttann stjórna sér.

Ráðherra reyndi að bjarga lögreglumanninum

Tobias Ellwood, ráðherra í ríkisstjórn Bretlands, reyndi hvað hann gat til þess að bjarga lífi lögreglumannsins sem lést í árásinni sem gerð var við þinghúsið í London fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×