Innlent

Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins tilbúinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vinstri: Kristján Þór Júlíusson, Sigríður Á. Andersen, Jón Gunnarsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson
Frá vinstri: Kristján Þór Júlíusson, Sigríður Á. Andersen, Jón Gunnarsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson vísir/vilhelm
Kristján Þór Júlíusson, Sigríður Á. Andersen, Jón Gunnarsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn flokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Ólöf Nordal, varaformaður flokksins, mun því ekki taka sæti í nýrri stjórn en hún hefur verið í veikindaleyfi.

Bjarni er forsætisráðherra, Kristján Þór er menntamálaráðherra, Þórdís Kolbrún fer með ferðamál, iðnað og nýsköpun í atvinnuvegaráðuneytinu og Jón fer með samgöngu-, fjarskipta- og byggðamál í innanríkisráðuneytinu. Sigríður fer með dómsmál í því ráðuneyti. Þá er Guðlaugur Þór utanríkisráðherra.

Unnur Brá Konráðsdóttir verður forseti Alþingis og Birgir Ármannsson þingflokksformaður.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×