Erlent

Ráðherra tók mynd af rollu og gaf sig fram við lögreglu

Samúel Karl Ólason skrifar
Troy Grant.
Troy Grant. Vísir/Getty
Troy Grant, ráðherra lögreglumála og þingmaður í Nýja Suður-Wales í Ástralíu, segist ekki hafa áttað sig á því að hann væri að brjóta lögin þegar hann tók upp síma sinn í akstri. Grant tók mynd af kind um helgina og gaf sig fram við lögreglu í kjölfarið til að greiða sekt.

Nánar tiltekið var Grant kyrrstæður þegar hann tók eftir kind í skotti bílsins fyrir framan sig. Hann tók upp símann og tók mynd af bílnum. Myndina birti hann svo á Twitter. Netverjar voru þó fljótir að benda honum á að það væri lögbrot að munda síma undir stýri.

Grant gaf sig því fram við lögreglu samkvæmt ABC í Ástralíu og þurfti hann að greiða 325 dala sekt. Það samsvarar um 27 þúsund krónum.

„Þetta er góð áminning um að enginn er hafinn yfir lögin, jafnvel þó þú sért ráðherra lögreglumála, jafnvel þó þú þurfir að gefa þig fram til að verða sektaður,“ sagði Grant.

„Þetta er góð lexía fyrir mig og ég vona að samfélagið læri einnig af þessu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×