Innlent

Ráðherra geri hreint fyrir sínum dyrum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Ögmundur Jónasson er forveri Hönnu Birnu Kristjánsdóttur á stóli innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson er forveri Hönnu Birnu Kristjánsdóttur á stóli innanríkisráðherra. Fréttablaðið/GVA
„Ráðherrann getur eftir sem áður komið á fund nefndarinnar og þá gert hreint fyrir sínum dyrum,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.

Ögmundur kveðurr eðlilegt að Hanna Birna Kristjánsdóttir mæti fyrir nefndina þótt hún verði ekki lengur innanríkisráðherra þegar skýrsla umboðsmanns Alþingis um samskipti hennar við Stefán Eiríksson lögreglustjóra liggur fyrir.

Hanna Birna verður ráðherra þar til arftaki hennar verður kynntur eftir helgi. Líklegt er að skýrsla umboðsmanns tefjist einnig fram yfir helgi.

„Eftir að hún lætur af embætti höfum við ekki lengur rétt til að krefjast aðkomu hennar en mér finnst eðlilegt og æskilegt að ráðherrann komi fyrir þingnefndina og svari þar spurningum þingmanna, bæði varðandi niðurstöður umboðsmanns og varðandi samskipti hennar við þingmenn og yfirlýsingar sem gefnar hafa verið í þinginu,“ segir Ögmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×