Innlent

Radarvari og Bændablaðið staðalbúnaður forsætisráðherra

Jakob Bjarnar skrifar
Bíll forsætisráðherra er búinn radarvara, þannig að bílstjóri getur dregið úr hraða áður en hann lendir í hraðamælingum lögreglunnar.
Bíll forsætisráðherra er búinn radarvara, þannig að bílstjóri getur dregið úr hraða áður en hann lendir í hraðamælingum lögreglunnar. visir/sveinn
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var nýverið staddur á Siglufirði til að huga að aðstæðum eftir mikil flóð sem þar voru. Það vakti athygli tíðindamanns Vísis að á mælaborði forsætisráðherrabílsins, sem er svartur Land Cruiser, mátti sjá Bændablaðið; en svo virðist sem það sé helsta lesefni forsætisráðherra á ferðum hans um landið. Að minnsta kosti að þessu sinni. En, einnig má sjá, ef myndin er skoðuð, að meðal búnaðar forsætisráðherrabílsins er radarvari.

Radarvari þjónar þeim helst þeim tilgangi að gefa bílstjóra til kynna hvar lögreglan er með hraðamælingar, og getur þá bílsstjóri dregið úr hraða sínum, sé hann yfir hámarkshraða, svo hann verði ekki gripinn við ólöglega iðju sína. Og ber sannast sagna ekki vitni um mikla virðingu fyrir þeim lögum sem kveða á um hámarkshraða á þjóðvegum landsins.

Sigmundur Davíð hefur reyndar verið gripinn af lögreglu, vegna hraðaksturs eins og frægt er, en það var í maí árið 2013. Þá var hann að koma af blaðamannafundi sem haldinn var á Laugarvatni til að kynna nýjan stjórnarsáttmála. Þá var aðstoðarmaður hans, Jóhannes Þór Skúlason, undir stýri og var bíllinn á 106 kílómetra hraða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×