Enski boltinn

QPR og Aston Villa féllu úr leik í deildarbikarnum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Adel Taraabt í leiknum í kvöld.
Adel Taraabt í leiknum í kvöld. Vísir/Getty
Úrvalsdeildarliðið QPR tapaði nokkuð óvænt fyrir þriðju deildarliðinu Burton í kvöld í enska deildarbikarnum. Fylgir það 0-4 tapi QPR gegn Tottenham um helgina.

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri QPR valdi að hvíla nokkra af leikmönnum liðsins en valdi þó þekkta leikmenn á borð við Richard Dunne, Adel Taraabt og Shaun-Wright Phillips. Það var hinsvegar Adam McGurk sem skoraði eina mark leiksins fyrir Burton þegar korter  var til leiksloka.

Þá tapaði Aston Villa nokkuð óvænt fyrir Leyton Orient. Aston Villa hefur farið ágætlega af stað í ensku úrvalsdeildinni í haust en töpuðu nokkuð óvænt í kvöld þrátt fyrir að tefla fram mörgum fyrrverandi landsliðsmönnum.

Úrslit kvöldsins:

Burton Albion 1-0 QPR

Stoke 3-0 Portsmouth

Birmingham 0-3 Sunderland

Bradford 2-1 Leeds

Aston Villa 0-1 Leyton Orient

Þá var dregið í 16-liða úrslit deildarbikarsins skömmu síðar en stórleikur umferðarinnar er leikur Arsenal og Southampton.

Leikirnir í 16-liða úrslitunum:

Arsenal - Southampton

Chelsea - Bolton

Liverpool - Middlesbrough

Tottenham - Nottingham Forest

Manchester City - Sheffield Wednesday

West Brom - Hull

Crystal Palace - Newcastle

Leyton Orient - Sheffield United

Cardiff - Bournemouth

Sunerland - Stoke

Derby - Reading

MK Dons - Bradford 

Burton - Brighton

Swansea - Everton

Shrewsbury - Norwich

Fulham - Doncaster




Fleiri fréttir

Sjá meira


×