Erlent

Putin sendir Póllandi og Rúmeníu tóninn

Samúel Karl Ólason skrifar
Vladimir Putin, forseti Rússlands.
Vladimir Putin, forseti Rússlands. Vísir/EPA
Vladimir Putin, forseti Rússlands, varaði Rúmeníu og Pólland við því í gær að rússneskum eldflaugum gæti verið beint að þeim. Bandaríkin eru að koma upp eldflaugavörnum í þeim löndum og Rússar segja varnirnar ógna öryggi sínu. Putin sagði að stjórnvöld Moskvu hefðu ítrekað sagt að þeir myndu ekki taka varnarkerfinu liggjandi.

Fyrr í mánuðinum var kveikt á hluta varnarkerfisins í Rúmeníu, en hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna segja því ætlað að vernda Evrópu gegn mögulegum eldflaugaskotum frá Íran. Nú er unnið að því að gangsetja hluta varnarkerfisins í Póllandi.

„Ef íbúar þessa svæða í Rúmeníu þekkja ekki hvernig það er að vera í sigtinu, þá munum við grípa til aðgerða til að tryggja öryggi okkar,“ er haft eftir Putin á vef Reuters fréttaveitunnar. Þetta kemur einnig fram á vef RT. Hann sagði hið sama gilda um Pólland.

Þá sagði Putin að nýtilkominn samningur vegna kjarnorkuvopnaáætlunar Íran breytti stöðunni verulega. Eldflaugauppbygging Íran hefði verið stöðvuð og því héldu þau rök ekki að eldflaugavarnarkerfið væri vegna Íran.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×