Erlent

Pútín segir engar hindranir í samskiptum við Vesturveldin

Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar
Vladimir Pútín Rússlandsforseti
Vladimir Pútín Rússlandsforseti Visir/AP
Vladimir Putin, forseti Rússlands, segist ekki sjá neinar hindranir í því að bæta samskipti Rússlands við vestræn ríki. Samskipti Rússa við Bandaríkjamenn og Vesturlönd hafa verið strið síðustu mánuði eftir að Rússar hófu afskipti af stjórnmálum í Úkraínu.

Í viðtali við rússneska ríkissjónvarpið sem sýnt verður síðar í dag segir Pútin að það hvíli ekki aðeins niður á Rússum að laga samskiptin, heldur einnig viðsemjendum þeirra.

Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hafa sakað Rússa um að hvetja til átaka í austurhluta Úkraínu. Þar hafa vopnaðir uppreisnarhermenn hliðhollir Rússum hertekið opinberar byggingar og lögreglustöðvar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×