Erlent

Pútín lýsir yfir stuðningi við Blatter

Samúel Karl Ólason skrifar
"Ég tel alveg ljóst að þetta sé tilraun til að koma í veg fyrir endurkjör herra Blatter.“
"Ég tel alveg ljóst að þetta sé tilraun til að koma í veg fyrir endurkjör herra Blatter.“ Vísir/EPA
„Eitt er alveg á hreinu. Þetta hefur ekkert með Bandaríkin að gera. Starfsmennirnir sem um ræðir eru ekki bandarískir ríkisborgarar og ef eitthvað gerðist, þá gerðist það ekki á yfirráðasvæði Bandaríkjanna.“ Þetta sagði Vladimir Pútín, forseti Rússlands, í dag. Hann sagði þetta vera enn eina tilraun Bandaríkjanna til að hafa afskipti af öðrum löndum.

Hann sagðist styðja Sepp Blatter.

„Ég tel alveg ljóst að þetta sé tilraun til að koma í veg fyrir endurkjör herra Blatter. Það er bersýnilega gegn því hvernig alþjóðasamtök eiga að starfa.“ Þetta kemur fram á vef BBC. Við það má bæta að fyrir helgina skrifaði Pútín undir lög sem gera yfirvöldum í Moskvu kleift að vísa „óæskilegum“ alþjóðlegum samtökum úr landi og fangelsa starfsmenn þeirra í allt að sex ár.

Sepp Blatter hefur verið beittur miklum þrýstingi og hefur verið beðinn um að segja af sér af fjölmörgum aðilum vegna mútuhneykslisins. Hann segir hins vegar að ábyrgðin sé ekki hans og hefur heitið því að endurbyggja traust á FIFA.


Tengdar fréttir

Meint mútuþægni hjá toppum FIFA nær aftur til 1990

Bandarísk yfirvöld ákæra níu yfirmenn FIFA. Þeirra á meðal er varaforseti FIFA, Jeffrey Webb. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki á meðal hinna ákærðu. Fjölmiðlafulltrúi FIFA segir sambandið fórnarlamb málsins.

Geir og félagar snúa baki við Sepp Blatter

Knattspyrnusamband Evrópu var eina álfusambandið sem vildi fresta forsetkosningum FIFA vegna handtakanna í Zurich í gær en aðildarlönd UEFA ætla samt sem áður að taka þátt í kosningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×