Lífið

Punkturinn: Sjáðu fyrsta þáttinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Um er að ræða skemmtilegan sketsaþátt.
Um er að ræða skemmtilegan sketsaþátt. vísir
Gamanþættirnir Punkturinn hófu göngu sína síðastliðið laugardagskvöld á Stöð 3. Þættirnir eru ávallt í opinni dagskrá og einnig  verða þeir í boði hér á Vísi.

Hópurinn á bak við Punktinn sat stíft allt síðastliðið ár yfir handritsgerð fyrir seríuna en kjarninn í hópnum hefur verið að leika sér með gerð sketsa síðan í Menntaskólanum í Kópavogi.

Síðan þá hafa nokkrir einstaklingar bæst í hópinn og eftir stendur samheldin hópur hæfileikaríks fólks sem hefur ekkert annað á stefnuskránni en að framleiða gamanþætti þar sem ekkert er heilagt og allt er fyndið.

Hópinn skipa Sindri Gretars, Bjarki Már Jóhannsson, Guðmundur Heiðar Helgason, Daníel Grímur Kristjánsson, Þórunn Guðlaugsdóttir, Egill Viðarsson, Þór Þorsteinsson, Viktor Bogdanski, Tanja Björk og Karl Lúðvíksson en til viðbótar er frábær hópur af leikurum og vinum í kringum hópum sem yfirleitt er kippt í þegar verið er að skipa í hlutverk.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×