Viðskipti erlent

Pundið aftur í frjálsu falli

Sæunn Gísladóttir skrifar
Fjölmenn mótmæli gegn Brexit voru fyrir framan breska þingið á þriðjudaginn.
Fjölmenn mótmæli gegn Brexit voru fyrir framan breska þingið á þriðjudaginn. Fréttablaðið/EPA
Gengi Sterlingspunds gagnvart Bandaríkjadal hefur hríðfallið í dag og náði sögulegum lægðum í dag þegar það hafði ekki verið lægra í 31 ár. Rétt fyrir hádegi mælist það 1,31.

Gengi pundsins hríðféll í kjölfar niðurstöðu Brexit-kosninganna í þarsíðustu viku en hafði styrkst á ný vikuna á eftir. Í dag sögðu forsvarsmenn Englandsbanka að krefjandi yrði að viðhalda fjárhagslegum stöðugleika í Bretlandi um komandi misseri. 





Gengi pundsins gagnvart Bandaríkjadal í dag.Mynd/Skjáskot XE
Gengi pundsins féll um eitt prósent eftir að breski seðlabankinn kynnti skýrslu um fjárhagsstöðugleika þar sem kom fram að kosningarnar um áframhaldandi viðveru Breta í ESB væri mesta ógnin við fjárhagslegan stöðugleika.

Nýjar tölur frá YouGoV sýna að fjöldi þeirra sem hefur minni trú á bresku efnahagslífi hefur tvöfaldast frá því að Brexit-kosningarnar áttu sér stað úr 25 prósent í 49 prósent. 

Gengi hlutabréfa í breskum viðskiptabönkum hafa lækkað umtalsvert það sem af er degi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×