Fótbolti

Pulisic heldur með Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pulisic í leik með Dortmund.
Pulisic í leik með Dortmund. vísir/getty
Bandaríska undrabarnið Christian Pulisic er á óskalista Liverpool en hann myndi líklega frekar vilja spila fyrir Man. Utd.

Hinn 17 ára gamli Pulisic var í byrjunarliði bandaríska landsliðsins í nótt og varð þar með yngsti byrjunarliðsmaðurinn í sögu bandaríska landsliðsins.

Hann spilar með Dortmund og Liverpool reyndi að kaupa hann í síðasta mánuði. Því tilboði var hafnað.

Pulisic hefur alla tíð fylgst með enska boltanum og hans uppáhaldslið er ekki Liverpool.

„Ég hef alltaf haldið með Man. Utd og ég elskaði að horfa á Wayne Rooney spila. Ég myndi ekki segja að við værum svipaðir spilarar en ástríða hans fyrir leiknum er engri lík. Ég elskaði það mest við hann,“ sagði Pulisic.

Á síðustu leiktíð varð hann yngsti útlendingurinn til þess að skora í þýsku úrvalsdeildinni. Mörg lið hafa augastað á honum en það truflar hann ekki.

„Ég heyri af öllum þessum sögum og er á netinu. Það er ekki hægt að missa af þessu en ég læt þetta ekki trufla mig. Ég er hjá frábæru félagi að berjast fyrir mínu sæti í liðinu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×