Enski boltinn

Pulis segist ekkert hafa grætt á lekanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tony Pulis og Ole Gunnar Solskjær.
Tony Pulis og Ole Gunnar Solskjær. Vísir/Getty
Tony Pulis, knattspyrnustjóri Crystal Palace, er fús til að hitta forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar og segja sína hlið á lekamálinu sem var út allt í enskum fjölmiðlum í gær.

Cardiff City vill að leikur liðanna verði endurtekinn eftir að upp komst um að byrjunarliði Cardiff hafi verið lekið til Tony Pulis sólarhring fyrir deildarleik liðanna í apríl.

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins, átti að hafa lekið liðinu til Crystal Palace en hann hefur neitað sök og tveir starfsmenn Cardiff sæta nú innanfélagsrannsókn vegna málsins.

Crystal Palace vann leikinn 3-0 en þetta var gríðarlega mikilvægur leikur í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar og eftir þetta tap var útliðið mjög svart hjá Cardiff-liðinu.  

„Ég skrái niður hverja æfingu í smáatriðum og ég mun taka þær upplýsingar með mér til yfirmanna ensku úrvalsdeildarinnar. Þar kemur greinilega fram að ég valdi liðið mitt á mánudeginum," sagði Tony Pulis við BBC en liðin mættust síðan á laugardeginum á eftir.

„Ég vann með mitt byrjunarlið alla þessa viku og gerði engar breytingar á því," sagði Tony Pulis sem græddi þannig að hans mati því ekkert á lekanum.

Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Aron sakaður um að hafa lekið liðinu gegn Palace

Cardiff City hefur sent breska ríkissjónvarpinu BBC fimm blaðsíðna skýrslu þar sem kemur fram sú skoðun félagsins að úrslit liðsins gegn Crystal Palace ættu ekki að standa. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði Íslands er sakaður um að hafa lekið liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×