Enski boltinn

Pulis náði í Livermore í staðinn fyrir Schneiderlin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Livermore hefur leikið einn A-landsleik fyrir England.
Livermore hefur leikið einn A-landsleik fyrir England. vísir/getty
Enska úrvalsdeildarliðið West Brom hefur gengið frá kaupunum á miðjumanninum Jake Livermore frá Hull City.

West Brom greiddi 10 milljónir punda fyrir Livermore sem gerir hann að næstdýrasta leikmanni í sögu félagsins. Aðeins Salomón Rondón kostaði meira, eða 12 milljónir punda. Livermore skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning við West Brom.

Livermore er fyrsti leikmaðurinn sem West Brom kaupir í janúarglugganum. Félagið var með franska miðjumanninn Morgan Schneiderlin í sigtinu en hann endaði hjá Everton.

Livermore, sem er 27 ára, er uppalinn hjá Tottenham en gekk til liðs við Hull 2013. Hann hefur leikið einn A-landsleik fyrir England.

West Brom er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið sækir Sunderland heim klukkan 15:00 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×