Lífið

Púaðar niður eftir kynferðislega tilburði á unglingaballi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Reykjavíkurdætur
Reykjavíkurdætur
Baulað var á Reykjavíkurdætur á grunnskólahátíð í Hafnarfirði fyrr í mánuðinum og brugðust meðlimir sveitarinnar við með því að sýna unglingum sem það gerðu puttann og sýndu „kynferðislega tilburði“. Þetta kemur fram í aðsendri grein Sædísar Finnbogadóttur, starfsmann félagsmiðstöðvar í grunnskóla í Hafnarfirði á vefsíðunni Bleikt.is.

Í pistli Sædísar kemur fram að bræðurnir Jón og Friðrik Dór Jónssynir og plötusnúðurinn DJ Trikson hafi einnig stigið á svið. Samkvæmt Sædísi féllu þeir ágætlega í kramið hjá unglingunum. Í lok kvöldsins stigu Reykjavíkurdætur á svið og virtust þær ekki eiga upp á pallborðið hjá krökkunum.

Ragnar Þór Pétursson, bloggari og fyrrum grunnskólakennari, gerði stöðuuppfærslu á Facebook skömmu eftir atvikið þar sem hann segir að frægð þeirra skili sér ekki almennilega yfir Kópavogslækinn.

Hann bætir við að fyrir mörgum krökkunum hafði þetta aðeins verið „undarlegur hópur af tuttuguogeitthvaðára konum að blaðra um einhverja sleggju, segja börnunum að þau ættu að prófa að fá það í rassinn og spyrja hvort krakkarnir vildu að þær beruðu á sér brjóstin. Hvorki ögrandi né kúl, bara vandræðalegt og krípí.“

Í grein Sædísar einnig að þegar skemmtiatriði fyrir viðburði sé þennan séu valin verði að hafa í hug að atriðið sé ekki líklegt til að „stuðla að drykkju eða kynferðislegu athæfi.“ Vanda verði valið við val á atriðum.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Ragnar Þór Pétursson eða Sædísi Finnbogadóttur við vinnslu fréttarinnar. Engin Reykjavíkurdætra sem blaðamaður náði í vildi tjá sig um málið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×