Fótbolti

PSG mun ræða við Zlatan um nýjan samning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty

Nasser Al-Khelaifi, forseti franska liðsins PSG, segir að félagið muni ræða við sænsku stórstjörnuna Zlatan Ibrahimovic um nýjan samning á næstunni.

Samningur Zlatans rennur út í sumar en hann er nú á sínu fjórða tímabili í París. Í gær skoraði hann eitt marka PSG í 5-0 sigri á Malmö á sínum gamla heimavelli en með því jafnaði hann markamet félagsins í Evrópukeppni.

Sjá einnig: Zlatan: Ég upplifði drauminn

„Ég er afar ánægður fyrir hans hönd,“ sagði Al-Khelaifi í samtali við franska miðla eftir leikinn í gær. „Hann er afar stoltur af borginni sinni og það er frábært að hann skoraði.“

„Verður hann áfram hjá okkur á næsta ári? Af hverju ekki? En við þurfum að ræða við hann fyrst og núna er er ekki rétti tíminn.“

Zlatan er 34 ára og á magnaðan feril að baki. Hann hefur orðið meistari með sex mismunandi félögum í fjórum löndum.


Tengdar fréttir

Zlatan: Ég upplifði drauminn

Zlatan Ibrahimovic var þakklátur eftir hafa spilað gegn æskufélaginu á sínum gamla heimavelli í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×