Fótbolti

PSG meistari meistaranna í Frakklandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cavani fagnar marki sínu.
Cavani fagnar marki sínu. vísir/getty
Paris Saint-Germain varð í kvöld meistari meistranna í Frakklandi þriðja árið í röð eftir 2-0 sigur á Lyon í árlegum leik frönsku deildar- og bikarmeistaranna.

PSG er handhafi allra titlanna í Frakklandi en liðið vann deild, bikar og deildarbikar á síðasta tímabili. Lyon endaði í 2. sæti frönsku deildarinnar í fyrra.

Leikurinn í kvöld fór fram í Montreal í Kanada en undanfarin sjö ár hefur þessi árlegi leikur farið fram utan Frakklands.

Serge Aurier og Edinson Cavani skoruðu mörk PSG með sex mínútna millibili snemma í fyrri hálfleik.

Frönsku meistararnir voru mun sterkari aðilinn og miklu meira með boltann (75%-25%) en létu tvö mörk duga.

Um miðjan seinni hálfleik fékk Maxime Gonalons, fyrirliði Lyon, að líta rauða spjaldið.

PSG hefur titilvörn sína á föstudaginn þegar liðið sækir Lille heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×