SUNNUDAGUR 31. JÚLÍ NÝJAST 23:41

Ný löggjöf neyđir fólk til ađ plćgja akra Venesúela

FRÉTTIR

PSG hótar rappara lögsókn

 
Fótbolti
13:00 12. JANÚAR 2016
PSG hótar rappara lögsókn
MYND/SKJÁSKOT

Franska úrvalsdeildarfélagið PSG hefur sent bresku tónlistarkonunni MIA bréf þar sem því er hótað að félagið muni beita lagalegum úrræðum vegna treyju sem hún klæðist í nýlegu tónlistarmyndbandi.

Auglýsingu flugfélagsins Emirates hefur verið breytt á treyju sem MIA klæðist í myndbandi við lagið Borders en þar hefur slagorði fyrirtækisins verið breytt úr „Fly Emirates“ í „Fly Pirates“.

Í laginu og myndbandinu sem því fylgir tekst MIA á við flóttamannavandann vegna ástandsins í Sýrlandi en forráðamönnum PSG gera alvarlegar athugasemdir við að félagið skuli vera bendlað við umræðuna á þennan hátt.

Félagið fer fram á bætur fyrir þann skaða sem notkun treyjunnar í umræddu myndbandi hefur valdið félaginu og hótar því að leita lagalega úrræða til að fá sínu fram.

MIA birti nýlega umrætt bréf frá PSG á Twitter-síðu sinni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / PSG hótar rappara lögsókn
Fara efst