Lífið

Prinsinn fékk krókódíl í afmælisgjöf

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/getty
Georg prins, sonur Kate Middleton og Vilhjálms Bretaprins, fagnaði eins árs afmæli sínu í Kensington-höll í dag.

Prinsinum hefur borist fjöldinn allur af gjöfum frá 48 löndum í tilefni dagsins.

Ein af gjöfunum sem hann fékk kemur frá norðurhluta Ástralíu en það er krókódílsungi sem heitir í höfuðið á prinsinum og kom í heiminn sama dag og Kate og Vilhjálmur tilkynntu að frumburðurinn væri væntanlegur.

Ekkert er um saltvatnsár í Kensington-höll og því verður krókódíllinn kyrr í Ástralíu en prinsinn fær fréttir af honum árlega. Þá getur prinsinn einnig fylgst með gæludýrinu sínu á sérstakri Facebook-síðu sem stofnuð var fyrir konunglega krókódílinn.

Georg hefur einnig fengið fleiri dýr sem verða ekki flutt frá heimalandinu, þar á meðal geit og naut frá Samburu-ættbálknum í Kenía. 

Þá fékk Georg einnig nokkrar gjafir í hefðbundnari kantinum, svo sem hjól, rugguhest, fjölmörg tuskudýr, lítinn bát og brimbretti með nafninu sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×