Sport

Prestur biður fyrir því að Guð skjóti eldingu í Conor McGregor

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Spurning hvort Conor hlæi að þessum orðum prestsins?
Spurning hvort Conor hlæi að þessum orðum prestsins? vísir/getty
Ansi margir í UFC vilja rota Írann Conor McGregor og nú þarf hann að hafa áhyggjur af því að æðri máttarvöld reyni að slá hann niður.

Prestur í Texas, Donnie Romero, ákvað einhverra hluta vegna að tala um vélbyssukjaftinn frá Írlandi. Sá hafði heyrt af þeim orðum McGregor að hann myndi pakka Jesús saman ef hann væri á lífi.

Conor sagði reyndar á blaðamannafundi á dögunum að hann og Guð væru sáttir. Guðir bæru virðingu fyrir öðrum Guðum.

Sjá einnig: McGregor um Jesú: Allt í góðu á milli okkar

Kristilegur boðskapur var ekkert sérstaklega ofarlega á listanum hjá prestinum því hann vill refsa Íranum.

„Conor sagði að ef Jesús væri í hringnum með honum að þá myndi hann rota hann. Þetta er gaur í UFC. Hann er ekki neitt. Ég mun biðja fyrir því að Guð skjóti í hann eldingu,“ sagði presturinn.

„Þá sæu allir að Guð gæti rotað hann með litla fingri. Það þyrfti eitthvað stórkostlegt að gerast því Conor er ekki góður maður. Ef þú horfir á hann, ert hans aðdáandi og ert kristinn þá ættirðu að skammast þín. Þú ert ekki réttu megin við Guð þá.“

Svo er spurning hvort Rafael dos Anjos sé eldingin sem presturinn biður fyrir en við komumst að því í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í byrjun næsta mánaðar.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×