Innlent

Presti brugðið þegar kviknaði í Laufáskirkju

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Töluverðar sótskemmdir urðu af völdum brunans.
Töluverðar sótskemmdir urðu af völdum brunans. Mynd/Bolli
„Þetta leit nú ekki vel út í byrjun,“ sagði Bolli Pétur Bollason, sóknarprestur í Laufási, þegar Fréttablaðið hringdi í hann í gær. Eldur kom upp í kirkjunni. Snarlega tókst að slökkva hann og var kirkjan reykræst.

„Það eru miklar reykskemmdir og sviðinn veggur þar sem logaði. En það var brugðist skjótt og vel við þannig að þetta bjargaðist,“ segir Bolli. Hann segist hafa fengið boð um eldinn frá Öryggismiðstöðinni og farið strax að skoða hvers kyns var. „Þá var hérna svolítill eldur í horninu og svartur reykur,“ segir hann.

Bolli segir að sér hafi verið brugðið en þetta sé ekki fyrsta áfallið sem kirkjan verður fyrir á þessu ári.

„Það var snjóflóð fyrr á árinu þar sem kirkjan var heppin að sleppa. Þetta hefur því verið mikið ár fyrir þessa kirkju en hún hefur staðið þetta af sér, nýorðin 150 ára,“ segir hann.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×