Innlent

Prestar vilja hjálpa flóttafólki

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Steinunn A. Björnsdóttir og aðrir prestar í Kópavogi vilja nýta reynslu kirkjunnar við móttöku flóttamanna.
Steinunn A. Björnsdóttir og aðrir prestar í Kópavogi vilja nýta reynslu kirkjunnar við móttöku flóttamanna.
Prestar þjóðkirkjunnar í Kópavogi bjóða bæjaryfirvöldum samstarf og aðstoð við móttöku flóttamanna.

„Innan kirkjunnar er víðtæk reynsla af félagsstarfi, reynsla af stuðningi við innflytjendur sem þarfnast aðstoðar, þekking á ólíkum kristnum kirkjudeildum, á öðrum trúarbrögðum en kristnum og reynsla af þvertrúarlegu samstarfi,“ segir í bréfi sem séra Steinunn A. Björnsdóttir sendir til bæjarstjórnar fyrir hönd Kópavogsprestanna allra.

Fram kemur að í Kópavogi séu fjórir þjóðkirkjusöfnuðir, „þá sækir fólk á öllum aldri og með ólíkar skoðanir. Á þeim vettvangi gefst tækifæri á málsvarastarfi fyrir flóttafólk og möguleiki til ýmissa viðburða sem gætu tengst komu og aðlögun flóttafólks,“ segir í bréfi Steinunnar þar sem prestarnir fagna því að bæjarstjórnin hafi lýst Kópavog reiðubúinn að taka á móti flóttafólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×