Viðskipti innlent

Premis kaupir Opex og Davíð og Gólíat

Atli Ísleifsson skrifar
Bergur Haukdal deildarstjóri hýsingar og reksturs, Kristinn Elvar Arnarsson framkvæmdastjóri, Díana Dögg Víglundsdóttir deildarstjóri vef- og hugbúnaðardeildar, Erlendur Ísfeld deildarstjóri þjónustu- og kerfislausna, Bjarki Jóhannesson deildarstjóri söludeildar.
Bergur Haukdal deildarstjóri hýsingar og reksturs, Kristinn Elvar Arnarsson framkvæmdastjóri, Díana Dögg Víglundsdóttir deildarstjóri vef- og hugbúnaðardeildar, Erlendur Ísfeld deildarstjóri þjónustu- og kerfislausna, Bjarki Jóhannesson deildarstjóri söludeildar. premis
Premis hefur lokið við kaup og sameiningu á starfsemi Opex annars vegar og Davíð og Golíat hins vegar. Fyrirtækin munu starfa unndir merkjum Premis.

Í tilkynningu frá Premis er haft eftir Kristni Elvari Arnarssyni, framkvæmdastjóra Premis, að félögin falli vel að kjarnastarfssemi Premis á sviði reksturs tölvukerfa fyrir minni og meðalstór fyrirtæki. Samhliða kaupunum hafi Premis ráðið starfsmenn frá Skapalón veflausnum.

„Markmiðið með þessum aðgerðum er að styrkja þjónustuframboð Premis í rekstrarþjónustu, hýsingu og veflausnum. Við getum boðið upp á breiðari þjónustu og meiri þekkingu við rekstur tölvukerfa viðskiptavina okkar. Á sama tíma höfum við búið til nýtt kjarnasvið á sviði veflausna, þar sem við erum nú alvöru valkostur með breitt vöruúrval fyrir stóra sem smærri vefi“, segir Kristinn.

Sameinað félag er með um 1.500 viðskiptavini og tæplega sextíu starfsmenn sem flestir starfa í höfuðstöðvum félagsins í Hádegismóum 4.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×