Lífið

Predikar og vígist sama daginn

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Dóra Sólrún predikar í útvarpsmessunni á morgun.
Dóra Sólrún predikar í útvarpsmessunni á morgun. Fréttablaðið/Valli
Dagur kærleiksþjónustu þjóðkirkjunnar er á morgun. Þá er sjónum beint að því hvernig trúin birtist í verkum sem unnin eru í þágu náungans og þar eru djáknar í lykilhlutverki.

Dóra Sólrún Kristinsdóttir vígist sem djákni frá Dómkirkjunni eftir hádegi en fyrir hádegi predikar hún sem djáknakandídat í Langholtskirkju og þeirri messu verður útvarpað á Rás 1.

„Ég byrja með látum,“ viðurkennir hún glaðlega og kveðst reyndar þegar byrjuð að starfa við sálgæslu.

„Ég vinn á göngudeild hjá Samhjálp og líkar það vel. Svo hlakka ég til djáknaþjónustu í Langholtsprestakalli,“ segir Dóra Sólrún sem hefur unnið sem lyfjatæknir í apótekum og heildsölum lengi en aukinn trúaráhugi og löngun til að vinna með fólk leiddi hana í djáknastarfið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×