Innlent

Prammar í stað fimmtán þúsund vörubíla

umhverfisvænn Prammar sem þessi koma í stað þúsunda flutningabíla á vegum úti. mynd/samskip
umhverfisvænn Prammar sem þessi koma í stað þúsunda flutningabíla á vegum úti. mynd/samskip
umhverfismál Flutningafyrirtækið Samskip hlaut á dögunum umhverfisverðlaun bresku flutningasamtakanna BIFA (British International Freight Association) fyrir að nýta flutningapramma á ám og síkjum í Evrópu til gámaflutninga. Flutningaaðferðin er kölluð Bláa leiðin. Hugmyndin að baki Bláu leiðarinnar er að nýta flutningapramma til að draga úr mengandi umferð þunglestaðra flutningabíla. Samskip þóttu sýna frumkvæði í umhverfismálum, m.a. með bættri umgengni um náttúruauðlindir og minni losun gróðurhúsalofttegunda. Samskip í Bretlandi vinna að því að mæta aukinni eftirspurn eftir flutningum eftir þessari leið með því að fjölga prömmum frá vörumiðstöð fyrirtækisins í Rotterdam í Hollandi yfir til Bretlands. Meðal viðskiptavina Samskipa sem nýta sér Bláu leiðina í Evrópu má nefna hollenska bjórframleiðandann Bavaria, Heinz og framleiðanda Mars- og Snickers-súkkulaðisins í Evrópu. Bláa leiðin leysir af hólmi um fimmtán þúsund ferðir vöruflutningabíla hjá þessum þremur fyrirtækjum á ári. - shá


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×