Innlent

Pósturinn leitar enn að eiganda giftingarhrings merktur „Þín Erla“

Birgir Olgeirsson skrifar
Hringurinn umræddi sem fannst í flokkunarvél póstsins.
Hringurinn umræddi sem fannst í flokkunarvél póstsins. Vísir/Pósturinn
Pósturinn leitar að eiganda giftingarhrings sem fannst í flokkunarvél fyrirtækisins fyrir tveimur vikum. Þúsund manns hafa deilt Facebook-pósti þar sem auglýst er eftir giftingarhringnum en enn hefur eigandinn ekki fundist.

Áletrun er að finna á hringnum sem segir: „Þín Erla“ og ber hringurinn dagsetninguna 3. maí 2013.

„Það er búið að merkja nokkrar Erlur í athugasemdum en því miður hefur það ekki skilað árangri. Svo er búið að gefa okkur nokkur ráð til að finna hugsanlegan eiganda en ekkert gengið ennþá. Það var ekkert skráð á skeytum hjá okkur. Yfirleitt setja gullsmiðir skammstöfun inn í hringina en það var ekkert í þessum hring. Við erum búin að reyna eins og við getum og erum að hvetja fólk til að deila þessu frekar og vonandi finnst eigandinn,“ segir Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins.

Hann á ekki von á því að Pósturinn muni farga hringnum ef eigandinn finnst ekki á næstunni. „Við reynum bara eins og við getum að finna eigandann. Það er okkar fyrsta markmið.“

"Þín Erla 03.05.2013"Þessi hringur fannst í flokkunarvélinni hjá okkur þann 23. september síðastliðinn og við viljum...

Posted by Pósturinn on Tuesday, October 6, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×