Fótbolti

Portúgal tapaði á heimavelli fyrir Grænhöfðaeyjum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Varnarmaðurinn Gegé fagnar markinu.
Varnarmaðurinn Gegé fagnar markinu. vísir/afp
Óvæntustu úrslitin í vináttulandsleikjum kvöldsins sáust í Estoril í Portúgal þar sem heimamenn töpuðu fyrir Grænhöfðaeyjum, 2-0.

Portúgal spilaði á hálfgerðu B-liði en nánast allar stjörnur liðsins komu ekkert við sögu. Portúgal vann Serbíu í undankeppni EM, 2-0, um helgina.

Cristiano Ronaldo spilaði þann leik en var ekki með í kvöld frekar en Fábio Coentrao, Ricardo Quaresma, Ricardo Carvalho, Joao Moutinho, Tiago og fleiri góðir.

Grænhöfðaeyjar skoruðu bæði mörkin undir lok fyrri hálfleiks, en þar voru að merki Odair Fortes, leikmaður Reims í Frakklandi, og Gegé, leikmaður Martímo í Portúgal.

Leikurinn fór fram á Estádio António Coimbra sem tekur aðeins 8.000 manns í sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×