Menning

Portrett af Snorra

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
"Auðvitað er ég þakklátur fyrir allt sem er gert fyrir músíkina mína,“ segir Snorri Sigfús.
"Auðvitað er ég þakklátur fyrir allt sem er gert fyrir músíkina mína,“ segir Snorri Sigfús. Vísir/Stefán
Verk eftir Snorra Sigfús Birgisson verða í aðalhlutverki á 15:15 tónleikum í Norræna húsinu á morgun.

?Jú, þetta er mikill heiður. Reyndar finnst mér meira atriði að það sé gaman. En auðvitað er ég þakklátur fyrir allt sem er gert fyrir músíkina mína,? segir hann glaðlega.

Verkin eru Dans, tileinkað Noru Kornblueh (1951-2008), Cantilena, tileinkað Óskari Ingólfssyni (1954-2009), útsetningar á 23 íslensk þjóðlögum og Strengjakvartett nr. 3.

Snorri var líka beðinn að velja eitt verk eftir annað tónskáld sem hann hefði mætur á og valdi verkið Grave eftir pólska tónskáldið Witold Lutoslawsky sem hann segir hafa haft góð áhrif á sig.

Flytjendur eru félagar úr Caput-hópnum. Snorri tekur fram að tónleikarnir séu stuttir, tæpur klukkutími án hlés.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×