Matur

Pönnukökur með hvítu súkkulaði og makademíuhnetum - UPPSKRIFT

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Pönnukökur með hvítu súkkulaði og makademíuhnetum

3 egg

250 ml mjólk

1 tsk vanilludropar

200 g hveiti

60 g hvítt súkkulaði, grófsaxað

60 g makademíuhnetur, grófsaxaðar

Hrærið saman egg, mjólk og vanilludropa. Bætið hveitinu við og hrærið vel saman. Hitið pönnu með smjöri og byrjið að steikja pönnukökurnar. Stráið smá súkkulaði og hnetum ofan á hverja pönnuköku þegar hún er búin að steikjast í þrjátíu sekúndur. Snúið kökunum þegar þær eru orðnar gullbrúnar og steikið í um mínútu á hinni hliðinni. Berjið fram með hverju sem þið viljið.

Fengið hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×