Handbolti

Pólverjar tóku Forsetabikarinn eftir ótrúlegan endasprett

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/epa
Pólland vann Argentínu, 24-22, í leiknum um 17. sætið á HM 2017 í handbolta sem er úrslitaleikur Forsetabikarsins.

Pólverjar áttu skelfilegt mót en þeir unnu aðeins einn leik af fimm í A-riðli og komust ekki í 16 liða úrslitin en pólska liðið hefur verið eitt það besta í heiminum um árabil.

Argentínumenn hafa verið í mikilli uppbyggingu undanfarin ár en þurftu að sætta sig við fimmta sætið í D-riðli. Argentína vann aðeins einn leik líkt og Pólland.

Pólland vann Túnis, 28-26, í umspili um 17.-20. sæti á sama tíma og Argentína vann Sádi-Arabíu, 24-22. Túnis vann Sádana í leiknum um 19. sætið fyrr í kvöld.

Staðan var jöfn hjá Póllandi og Argentínu í hálfleik í kvöld, 13-13, en spennand var mikil á lokasprettinum. Argentínumenn virtust vera komnir með sigurinn þegar þeir voru 22-17 yfir og rúmar tólf mínútur eftir.

Þá tóku Pólverjar á mikinn sprett. Þeir skoruðu sjö mörk í röð og tryggðu sér tveggja marka sigur með ótrúlegum endaspretti, 24-22.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×