Handbolti

Pólverjar þurfa aðstoð frá Degi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jurecki og félagar þurfa að bíða og sjá hvort þeir komist áfram.
Jurecki og félagar þurfa að bíða og sjá hvort þeir komist áfram. vísir/getty
Slóvenía vann öruggan sigur, 25-20, á Póllandi í lokaumferð riðlakeppni handboltans á Ólympíuleikunum.

Slóvenía sterkara liðið allan leikinn og sigurinn sanngjarn.

Miha Zarabec var markahæstur í liði Slóvena með sjö mörk. Vid Kavticnik skoraði fjögur. Karol Bielecki atkvæðamestur í liði Póllands með fjögur mörk.

Þessi sigur skýtur Slóvenum í toppsæti B-riðils og það er því mikið undir í leik Þýskalands og Egyptalands á eftir.

Þjóðverjar fara aftur á topp riðilsins og vinna hann með sigri á Egyptum. Þá skjóta þeir líka Pólverjum áfram í átta liða úrslit.

Vinni Egyptaland þá komast þeir í átta liða úrslit, Pólland situr eftir með sárt ennið og Þýskaland endar í öðru sæti riðilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×