Erlent

Pólverjar kjósa sér forseta

Atli Ísleifsson skrifar
Forsetaframbjóðendurnir Komorowski og Duda.
Forsetaframbjóðendurnir Komorowski og Duda. Vísir/AFP
Pólverjar ganga að kjörborðunum í dag til að kjósa sér forseta, en seinni umferð kosninganna fer fram í dag.

Kosið er milli Íhaldsmannsins Andrzej Duda og Bronislaw Komorowski, núverandi forseta, en hvorugur þeirra hlaut meirihluta atkvæða í fyrri umferð kosninganna þann 10. maí.

Duda hlaut 34,7 prósent atkvæða í fyrri umferðinni, en Komorowski 33,7 prósent.

Forseti Póllands er með takmörkuð völd, en er yfirmaður hers landsins og getur beitt neitunarvaldi á lög þingsins.

Hinn 62 ára Komorowski tók við forsetaembættinu fyrir fimm árum þegar Lech Kaczynski forseti fórst í flugslysi í Rússlandi.

Fréttaskýrandi BBC segir báða frambjóðendurna vera íhaldsmenn, þó að nokkur munur sé á þeim. Komorowski er stuðningsmaður ESB og þykir frjálslyndari en Duda, sem er andvígur fóstureyðingum, glasameðferðum og hjónaböndum samkynhneigðra. Duda sækir helst stuðning í austurhluta landsins, nærri landamærunum að Úkraínu.

Pólverjar kjósa sér nýtt þing í haust.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×