Erlent

Pólski herinn leitar gulllestarinnar

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Gulllestin er sögð vera undir eða við kastalann.
Gulllestin er sögð vera undir eða við kastalann. Vísir/AFP
Pólski herinn hefur verið sendur af stað í leit að gulllest nasista sem talin er hafa verið grafna í landinu.

Sannkallað gullgrafaraæði hefur gripið um sig í landinu eftir að tvær nafnlausir einstaklingar tilkynntu yfirvöldum í gegnum lögmenn sína að þeir hefðu fundið lest sem Nasistar notuðu til að fela gull og gersemar árið 1945.

Talsmaður varnarmálaráðuneytis Póllands segir við erlenda fjölmiðla að ákveðið hafi verið að senda tæknibúnað á staðinn þar sem lestin er sögð vera til að komast í raun um hvort einhver lest sé þar yfir höfuð.

Á mánudag var svæðinu lokað til að stöðva straum áhugasamra fjársjóðsleitarmanna sem vilja finna djásn nasistanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×