Erlent

Pólska þingið segir fjöldamorð Úkraínumanna hafa verið þjóðarmorð

Atli Ísleifsson skrifar
Á tímum kommúnustastjórnarinnar 1945 til 1989 voru fjöldamorðin þögguð niður.
Á tímum kommúnustastjórnarinnar 1945 til 1989 voru fjöldamorðin þögguð niður. Vísir/Getty
Pólska þingið ályktaði fyrr í dag að morð úkraínskra þjóðernissinna á um 100 þúsund Pólverjum fyrir um sjötíu árum hafi verið þjóðarmorð. Úkraínumenn hafa neitað að viðurkenna að um þjóðarmorð hafi verið að ræða.

Í ályktun þingsins segir að fórnarlömb úkraínskra þjóðernissinna á fimmta áratug síðustu aldar hafi ekki fengið næga viðurkenningu. Fjöldamorðunum hafi heldur ekki verið lýst sem þjóðarmorði í samræmi við sögulegan sannleik morðanna.

Þúsundir Pólverja voru drepnir með því að vera drekkt eða vera höggnir til bana í landsvæðinu Volhynia sem sé að finna í norðvesturhluta Úkraínu af úkraínsku uppreisnarhópnum UPA. Pólverjar svöruðu morðunum á sínum tíma með því að drepa um 20 þúsund Úkraínumenn.

Í frétt SVT segir að á tímum kommúnustastjórnarinnar 1945 til 1989 hafi fjöldamorðin verið þögguð niður. Árið 2013 hafi pólska stjórnin hins vegar ákveðið að lýsa morðunum sem þjóðarhreinsunum sem sé nokkru varkárara hugtak en þjóðarmorð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×