Innlent

Pollapönk fer til Danmerkur

Bjarki Ármannsson skrifar
Pollapönk fékk til sín þá Óttar Proppé og Snæbjörn Ragnarsson fyrir keppnina í kvöld.
Pollapönk fékk til sín þá Óttar Proppé og Snæbjörn Ragnarsson fyrir keppnina í kvöld. Mynd/Ingibjörg Högna Jónasdóttir
Sigurverari söngvakeppni sjónvarpsins í ár er hljómsveitin Pollapönk með lagið Enga fordóma. 

Ásamt sigurlaginu var það lagið Lífið kviknar á ný í flutningi Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur sem keppti til úrslita um sæti í Eurvision-keppninni eftir fyrri kosningu.

Flutti Sigríður Eyrún lagið sitt á ensku undir heitinu Up and away en Pollapönk flutti lagið sitt á bæði íslensku og ensku. Sögðu liðsmenn sveitarinnar í kjölfar sigursins að það hefði verið bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant sem sneri hluta lagsins yfir á ensku.

Eurovision-keppnin verður haldin í B&W höllinni í Kaupmannahöfn og hefst þann 6. maí næstkomandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×