Lífið

Pókermeistari fær þrjár milljónir

Freyr Bjarnason skrifar
Davíð Þór Rúnarsson, formaður Pókersambands Íslands, verður í Borgarnesi um helgina.
Davíð Þór Rúnarsson, formaður Pókersambands Íslands, verður í Borgarnesi um helgina. Fréttablaðið/Valli
Íslandsmeistaramótið í póker 2014 fer fram í Hótel Borgarnesi um helgina.

Í tilkynningu segir að mótið hafi aldrei verið glæsilegra heldur en í ár enda sé póker í mikilli uppsveiflu hérlendis. Sérstaklega eftir að IFP (International Federation of Poker) sendi Pókersambandi Íslands bréf þess efnis að Match Poker væri hugaríþrótt og þar með lögleg íþrótt.

Því bréfi hefur verið komið til viðeigandi aðila hérlendis þar sem krafist er viðurkenningar á Match Poker sem löglegri íþrótt hérlendis. Íslandsmeistarinn í póker hlýtur um þrjár milljónir króna í verðlaun, silfurarmband og sérmerktan glerbikar ásamt þeim titli að verða fyrsti íslenski landsliðsmaðurinn í póker.

Sökum staðfestingarinnar frá IFP og Sport's Accord mun Pókersamband Íslands senda landslið til að keppa í fyrsta sinn á heimsmeistaramóti í Match Poker á komandi ári og fer Íslandsmeistarinn 2014 að sjálfsögðu þangað í boði sambandsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×