Viðskipti erlent

Pokémon GO úr í bígerð

Sæunn Gísladóttir skrifar
Pokémon Go Plus fer í sölu þann 16. september.
Pokémon Go Plus fer í sölu þann 16. september. Mynd/Nintendo
Nintendo mun í þessari viku setja í sölu fylgihlutinn Pokémon GO Plus í samstarfi við Pokémon-fyrirtækið. Fylgihluturinn lítur út eins og úr og hægt er að hafa hann á úlnliðnum. Fylgihluturinn tengist snjallsíma með Bluetooth tækni og hægt er að nota hann við Pokémon-leit.

Tækið titrar og kviknar ljós á því þegar spilari gengur fram hjá Pokémon-staðsetningu og leyfir notendum að fanga Pokémona með því að ýta á takka á því.

Margir hafa í sumar orðið varir við fjölda fólks sem gengur með nefið ofan í símanum í leit að Pokémon og hefur jafnvel farið sér að voða í umferðinni.

Með tækinu sem fer í sölu þann 16. september næstkomandi þurfa Pokémon GO spilarar ekki lengur að stara á símaskjá við Pokémon-veiðar. Óljóst er hvert verðið á tækinu verður úti um allan heim, en í Bretlandi verður hægt að kaupa það á rúmar fimm þúsund krónur.

Tilkynnt var í síðustu viku að í næstu uppfærslu af Apple Watch snjallúrinu verði hægt að spila Pokémon Go í gegnum smáforritið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×