Enski boltinn

Pogba fékk koss frá Juliu Roberts eftir jafnteflið við West Ham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty
Paul Pogba, dýrasti leikmaður allra tíma, og félagar hans í Manchester United fengu aðeins eitt stig gegn West Ham United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Eftir leikinn fékk Pogba hins vegar koss frá leikkonuni Juliu Roberts í sárabót.

Roberts var á Old Trafford á sunnudaginn og horfði á Man Utd og West Ham gera 1-1 jafntefli.

Pogba lagði upp mark Man Utd í leiknum en fékk einnig að líta gula spjaldið fyrir leikaraskap.

José Mourinho, knattspyrnustjóri Man Utd, var ekki skemmt yfir þeim dómi og sparkaði í bræði sinni í nálægan vatnsbrúsa. Hann var í kjölfarið rekinn upp í stúku og á yfir höfði sér bann og sekt.

Þótt Pogba hafi gengið vonsvikinn af velli lyftist á honum brúnin þegar hann hitti Roberts eftir leikinn.

„Í dag hitti ég ekki bara frábæra leikkonu heldur einnig dásamlega konu, hver er heppinn núna?!“ skrifaði Pogba við mynd af sér og Roberts á Instagram.


Tengdar fréttir

Mourinho rekinn upp í stúku

Jose Mourinho var rekinn upp í stúku af Jonathan Moss dómara í leiknum gegn West Ham sem nú er í gangi í ensku úrvalsdeildinni.

Herrera: Heppnin er ekki með okkur

Byrjun Man. Utd í ensku úrvalsdeildinni í vetur er sú versta í sautján ár. Spánverjinn Ander Herrera segir að lukkan hafi ekki verið í liði með United í vetur.

Mourinho kærður fyrir að sparka í vatnsbrúsa

Enska knattspyrnusambandið hefur kært José Mourinho, knattspyrnustjóra Manchester United, vegna hegðunar hans á hliðarlínunni í leik Man Utd og West Ham á Old Trafford í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×